
Stafrænt ryk – að breyta hegðun með gögnum
14. apríl @ 09:00 - 09:45

Með aukinni tækni sem safnar stafrænu ryki (e. Digital Dust) daglegs lífs, gögnum sem spanna stafræna og líkamlega heiminn, er hægt að nota upplýsingar til að hafa áhrif á hegðun með auknu upplýsingaflæði. Sem dæmi geta fjarskiptatæki fylgst með aksturshegðun í atvinnubílum, allt frá skyndilegri hemlun til krappra beygja.
En – hvað þýðir þetta allt saman og hvernig getur starfrænt ryk gagnast fyrirtækjum, stofnunum og opinberum aðilum og hvað áhrif hefur þessi upplýsingasöfnun viðskiptavini og árangur fyrirtækja.
Hver?
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Origo
Hvar?
Á vefnum