Gagnrýnin hugsun og fagmennska
Hvernig gerum við gagnrýna hugsun að lykilhæfni í faglegu umhverfi?
Þú lærir:
Að bera kennsl á gagnrýna hugsun í eigin ákvarðanatöku og forðast algengar hugsunarvillur.
Námskeiðið er fyrir:
- Alla þá sem vilja læra hvernig bæta má eigin hugsun og ákvarðanatöku.
- Alla þá sem vilja efla hæfni sína til að takast á við faglegar skyldur.
Leiðbeinandi
Henry Alexander Henrysson
Hvenær?
21. nóvember 2024, kl. 9.00 – 11.30/12.00
Á vefnum á Teams
Af hverju þetta námskeið
Gagnrýnin hugsun er einn þeirra hæfniþátta sem verða lykilatriði á komandi árum, og ástæðan er sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þetta svið að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að mannauðurinn (þú) búi yfir færni sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, og að sú hæfni verði sífellt verðmætari í framtíðinni þar sem sjálfvirknivæðing og tækniþróun halda áfram að breyta vinnumarkaðnum.
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir einkenni og áskoranir gagnrýninnar hugsunar. Einnig verður farið yfir hvers vegna slík gerð hugsunar hefur aldrei verið mikilvægari en í samtímanum og hvernig gera má hana að lykilhæfni í faglegu umhverfi.
Markmið námskeiðsins
- Að kynna fyrir þátttakendum nokkur verkfæri gagnrýnnar hugsunnar.
- Að styrkja færni til að beita gagnrýnni hugsun í nútíma starfsumhverfi
Hvar?
Í beinni á Teams – þú færð sendan tengil á námskeiðið tímanlega áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.
Verð
Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.