fbpx

Fyrir hverja er Dokkan?

Dokkan þjónar þeim sem bera hitann og þungann af skipulagi
og framkvæmd lykilverkefna í rekstri og menningu fyrirtækisins.

Loforð Dokkunnar

Við leggjum allan okkar krafta í að opna stjórnendum og lykilstarfsfólki
metnaðarfullra fyrirtækja aðgang að verðmætum upplýsingum og tengslum.

Hvað er Dokkan?

Dokkan er þekkingar- og tengslanet stjórnenda og lykilstarfsmanna, sem vilja miðla sín á milli þekkingu og lausnum á viðfangsefnum sem öll tengjast stjórnun og rekstri fyrirtækja á einn eða annan hátt. Lífið á vinnustaðnum er okkur einnig afar hugleikið og viljum við taka virkan þátt í samtalinu um heilsu og hamingju starfsfólks í öllum atvinnugreinum.

Hvernig virkar Dokkan?

Fyrirtæki og stofnanir gerast áskrifendur að þekkingar- og tengslaneti Dokkunnar. Innifalið í þeirri áskrift er aðgangur að öllum Dokkufundum, sem eru þekkingar- og tengslafundir Dokkunnar, fyrir alla starfsmenn þeim að kostnaðarlausu auk einstakra kjara þegar kemur að námskeiðum, vinnustofum og ráðstefnum.

Hvað eru Dokkufundir?

Dokkufundir eru fræðslu- og tengslafundir Dokkunnar. Á hverjum fundi fáum við sérfræðinga og reynslubolta til að miðla þekkingu og reynslu á sínu fagsviði. Á Dokkufundunum eru fyrirlestrar og umræður um allt sem snýr að stjórnun og rekstri ásamt lífinu á vinnustaðnum.

Skráðu þig á póstlista Dokkunnar

Veldu þín áhugasvið og hannaðu þína Dokku. Þú getur ávallt uppfært listann þegar þú færð nýjan póst.

Mundu að nota vinnunetfangið þitt, það er mikilvægt!