fbpx

Dokkan elskar mannauðinn

Dokkan lætur sér sérstaklega annt um
starfsfólk aðildarfyrirtækjanna
og miðlar þekkingu um stjórnun, rekstur,
lífið á vinnustaðnum, heilsu,
aukin lífsgæði,
persónulegan árangur,
og hvatningu af fullum krafti.

Er ég í Dokkunni?

Í Dokkunni leitum við svara við margvíslegum
spurningum
jafnt fræðilegum sem huglægum.
Við viljum byggja upp fólk, leggja okkar af mörkum
til að gera góða vinnustaði enn betri
og styðja persónulegan og faglegan metnað og árangur.

Fyrir hugsandi fólk

Við leggjum krafta okkar og metnað í að opna
öllum mannauði metnaðarfullra fyrirtækja
aðgang að verðmætum upplýsingum,
hvatningu og tengslum.

Hvað gerum við í Dokkunni?

Í Dokkunni miðlum við þekkingu og reynslu sem er frábrugðin þeirri sem miðlað er á hefðbundnum námskeiðum. Við sækjum þekkingu í bland við reynslu úr öllum áttum. Dokkan sækir mikið til fagfólks í fyrirtækjum og stofnunum, sem eru í raun einstakar menntastofnanir og tilraunastofur. Þar er þekkingu og nýjum aðferðum komið í framkvæmd í formi alls kyns verkefna á fjölmörgun sviðum. Verðmæti þekkingar sem til verður á þennan hátt er ómetanlegt.

Dokkan lætur sér sérstaklega annt um starfsfólkið og lífið á vinnustaðnum og miðlar þekkingu um heilsu, persónulegan árangur og hvatningu af fullum krafti.

Hvernig virkar Dokkan?

Dokkan er þekkingar og tengslanet alls mannauðs aðildarfyrirtækjanna og virkar þannig að fyrirtæki og stofnanir – vinnustaðir – gerast áskrifendur að Dokkunni.

Árgjaldið okkar stoppar engan alvöru vinnustað í að opna starfsfólkinu aðgang að Dokkunni. Innifalið í þeirri áskrift er aðgangur að öllum Dokkufundum, sem eru þekkingar- og tengslafundir Dokkunnar, fyrir alla starfsmenn þeim að kostnaðarlausu auk einstakra kjara þegar kemur að námskeiðum, vinnustofum og ráðstefnum.

Vinnustaðir í Dokkunni

Um leið og vinnustaðurinn þinn er orðinn aðili að Dokkunni hefur þú fullan aðgang að öllum Dokkufundum þér að kostnaðarlausu. Í dag eru á þriðja hundrað fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum og úr öllum atvinnugreinum með okkur í Dokkunni. Allt eru þetta fyrirtæki sem hugsa lengra og gera sér vel grein fyrir mikilvægi þekkingar og verðmætra tengsla innan fyrirtækjaumhverfisins.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og athugaðu hvort vinnustaðuirnn þinn er í Dokkunni.

Skráðu vinnustaðinn í Dokkuna!

Hvað kostar að vera í Dokkunni?

Árgjald Dokkunnar stoppar engan alvöru vinnustað!

DOKKUFUNDIR

Dokkufundir eru fræðslu- og tengslafundir Dokkunnar. Á hverjum fundi fáum við sérfræðinga og reynslubolta til að miðla þekkingu og reynslu á sínu fagsviði. Á fundunum eru fyrirlestrar og umræður um allt sem snýr að stjórnun og rekstri ásamt lífinu á vinnustaðnum og heilsu starfsfólks. Dokkuundirnir eru mikilvægur vettvangur verðmætrar tengslamyndunar meðal fagfólks á öllum sviðum, eru algerlega rafrænir og þannig aðgengilegir og hvenær sem er.  Dokkufundir geta orðið allt að 80 yfir vetrartímann. 

BEZTA

BEZTA er námskeiðslína Dokkunnar. Þar tökum við það BEZTA frá Dokkufundunum og bjóðum upp á frekari fræðslu og þjálfun á viðkomandi sviði. BEZTA er „lean learning“ og flest námskeiðin eru þriggja til fjögurra klukkustunda snarpar lærdómseiningar. Hugmyndin að baki BEZTA er meðal annars sótt í Agile hugmyndafræðina, en það þýðir að öll BEZTA námskeið eru stutt og kröftug og skila þekkingu og hagnýtum aðferðum strax til þeirra sem námskeiðin sækja.

FÓKUZ

Í FÓKUZ er það dýptin sem skiptirmáli en FÓKUZ stendur fyrir ráðstefnur og lengri vinnustofur Dokkunnar. Í vinnustofunum er lögð áhersla á persónulega færni sem gerir þátttakendur verðmætari og tilbúnari til að takast á við verkefnin á vinnustaðnum. Ráðstefnurnar fjalla um áhugaverð málefni sem brenna á fyrirtækjum og atvinnulífinu öllu hverju sinni. Póstlisti Dokkunnar er lykiluppspretta frétta af námskeiðum og ráðstefnum á vegum Dokkunnar. Ekki missa af neinu. Skráðu þig á póstlistann okkar hér.

Skráðu þig á póstlista Dokkunnar

Veldu þín áhugasvið og hannaðu þína Dokku. Þú getur ávallt uppfært listann þegar þú færð nýjan póst.

Mundu að nota vinnunetfangið þitt, það er mikilvægt!

Loforð Dokkunnar

Við leggjum alla okkar athygli og krafta í að opna stjórnendum og lykilstarfsfólki metnaðarfullra fyrirtækja aðgang að verðmætum upplýsingum og tengslum. Við lofum markvissri þekkingu, alvöru framsögufólki, skýrum fókus og áreiðanlegu framboði.

Einfaldleiki

Í Dokkunni leggjum við áherslu á einfaldleikann. Kjarnastarfssemin okkar er skýr, öll umgjörð einföld. Stafræn vegferð er í gagni og öll ferli hafa verið einfölduð og aðlöguð með viðskiptavini okkar í huga.