fbpx

Uppbyggileg  og framgangsdrifin samtöl og samskipti

Að ýta undir lærdóm með uppbyggilegu samtali og endurgjöf

Þú lærir:

  • Að aðlaga þinn samskiptastíl að aðstæðum og/eða verki til að mæta þörfum teymisfélaga
  • Að sjá hver er þinn ríkjandi samskiptastíll
  • Að setja skýr markmið, greina hæfnisvið og finna viðeigandi samskiptastíl
  • Að sjá tækifæri í því að þjálfa upp mismunandi samskiptastíla við mismunandi aðstæður

Námskeiðið er fyrir:

Leiðtoga og aðra sem vilja:

  • ýta undir lærdóm í menningu vinnustaðarins
  • uppbyggileg samskipti við teymisfélaga
  • stuðning við að veita uppbyggilega endurgjöf

Leiðbeinandi

Maríanna Magnúsdóttir

Maríanna hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að vera hamingjusamt í lífi og starfi með því að efla hæfni þess að þekkja sjálfið sitt, styrkleika sína og vera meðvitaðir leiðtogar.
Maríanna hefur sérhæft sig í nútíma stjórnun og leiðtogafræðum í tengslum við innleiðingu á stefnu, umbreytingarvegferðir, menningu vinnustaða, samskipti og annarra mannlegra þátta í breytingastjórnun.

Maríanna er eigandi Improvement ehf, rekstrarverkfræðingur og markþjálfi. Hún hefur reynslu sem stjórnandi, ráðgjafi, þjálfari og lóðs ásamt því að vera vön að koma fram á ráðstefnum, halda fyrirlestra, vinnustofur og námskeið.

Hvenær?

24. október 2024, kl. 9.00 – 11.30/12.00

Á vefnum á Teams

Af hverju þetta námskeið

Er það sem er ríkjandi í fari okkar alltaf það besta? Það þarf alls ekki að vera.

Á þessu námskeiði verður leitast við að skoða hvort við þurfum kannski að geta beitt sveigjanleikanum á markvissari hátt í samskiptum við samstarfsfólk og taka betri mið af hverjum einstaklingi, einkennum hans og viðbrögðum. Kannski á þetta sérstaklega við ef við erum leiðtogar, stórnendur, verkefna- eða teymisstjórar þar sem hópurinn sem við vinnum með er jafnvel síbreytilegur eftir verkefnum og aðstæðum.

Markmið námskeiðsins

  • Að veita innsýn í hvaða samskiptastílar henta mismunandi hæfni einstaklinga.
  • Að þáttakendur séu meðvitaðir um eigin ríkjandi samskiptastíl
  • Að þátttakendur sjái tækifæri til umbóta í sínum samskiptum á vinnustaðnum

Um námskeiðið

Helstu námsþættir:

  • Innsýn: Veitt verður innsýn í mismunandi samskiptastíla og hvernig þeir hafa mismunandi áhrif á fólk út frá hæfni þeirra gagnvart tilteknu markmiði.
  • Verkfæri: Einfalt módel sem sýnir hvaða samskiptastílar virka best til að mæta hæfni einstaklings gagnvart tilteknu markmiði.
  • Ávinningur: Aukin leiðtogafærni, sveigjanleiki og hæfni til þess að ýti undir lærdóm og framfarir.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að geta svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hver er minn ríkjandi samskiptastíll?
  • Hvernig veit ég hvaða samskiptastíl ég á að nota hverju sinni?
  • Hvaða samskiptastíl geta ég þjálfað enn frekar?
  • Hvar sé ég tækifæri til bætinga varðandi mín samskipti við teymisfélaga?

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið tímanlega áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.