fbpx

Aðferðir og verkfæri verkefnastjórnunar

Námskeiðið gæti skilað þér lengra og hjálpað þér með hefðbundin verkefni.

Þú lærir:
Að að þekkja grunnhugtök verkefnastjórnunar og getur strax að loknu námskeiði nýtt þér verkfæri verkefnisstjórnunar við undirbúning, stýringu og lúkningu verkefna.

Námskeiðið er fyrir:

 • Þá sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnastjórnun
 • Þá sem vilja rifja upp grunnatriði verkefnastjórnunar
 • Þá sem eru að stýra verkefnum og hafa áhuga á bæta í verkfærakistuna sína
 • Þá sem hafa áhuga á að nýta tímann sinn betur með því að beita aðferðum verkefnastjórnunar

Leiðbeinandi

Guðrún Snorradóttir   

Hvenær?

22. febrúar 2022 kl. 9.00 – 11.30 / 12.00

Á vefnum á Teams

Af hverju þetta námskeið

Verkefni eru allt í kringum okkur bæði í vinnu og einkalífi. Okkur gengur misvel að skipuleggja verkefni og fylgja þeim eftir. Til eru ýmis verkfæri til að hjálpa okkur að afmarka verkefni, skipuleggja þau og fylgjast með framvindu þeirra. Notkun þessara verkfæra hjálpar okkur að nálgast verkefni á agaðan hátt og vinna faglega að verkefnastýringu. Markviss notkun verkefnastjórnunar hjálpar til við að velja réttu verkefnin, fylgja þeim eftir og stuðlar að markvissari nýtingu fjármagns.

Mynd af manni

Um námskeiðið

Námskeiðið er stutt og hagnýtt námskeið um grunnþætti verkefnastjórnunar. Horft er til þess að námskeiði loknu þá hafi nemendur öðlast skilning á eftirfarandi þáttum í grunnaðferðum verkefnastjórnunar:

 • Einkennum verkefna og lífsferli þeirra
 • Undirbúningi og ræsingu verkefna
 • Gerð verkefnislýsinga sem tekur m.a. á
  • Markmiðasetningu
  • Áætlanagerð í verkefnum fyrir tíma-, kostnaðar- og samskiptaáætlanir
  • Greiningu áhættu og hagsmunaaðila
 • Þekkingu á hagnýtum aðferðum við framvindustjórnun verkefna
 • Lúkningu verkefna og mat á árangri

Unnið verður með hagnýtar æfingar og raunveruleg verkefni.

Markmið námskeiðsins

Þátttakendur skilji grunnhugtök verkefnastjórnunar og geti strax að loknu námskeiði nýtt sér verkfæri verkefnisstjórnunar við undirbúning, stýringu og lúkningu verkefna.

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið ca. 30 mín. áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.

 

Nokkrar umsagnir um námskeiðið

 • Skemmtilegt, fróðlegt og maður gengur út með fullt af nýjum verkfærum í kistunni.
 • Vera óhræddari við að taka þessi samtöl!
 • Hnitmiðað og vel framsett, léttleiki og skemmtilegheit.
 • Þetta voru virkilega skemmtilegir 3 tímar. Guðrún er frábær kennari.
 • Þetta var bara frábært í alla staði. Mjög sniðugt að við vorum látin æfa okkur, því þetta er eitthvað sem krefst æfingar.
 • Verkfæri sem gagnast mér og mínum vinnustað!
 • Hæfilega langt og uppbyggilegt, Guðrún hélt manni við efnið allan tímann.