Sátt og samningar
Aðferðir sáttamiðlunar með samningatækni ívafi.
Þú lærir:
Nokkrar árangursríkar aðferðir sáttamiðlunar og að ná betur markmiðum þínum í samningum.
Námskeiðið er fyrir:
- Alla þá sem vilja læra hvernig hægt er að beita sáttamiðlun til að miðla málum.
- Alla þá sem vilja efla samningafærni sína.
Leiðbeinandi
Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Hvenær?
Nánar auglýst
Á vefnum á Teams
Af hverju þetta námskeið
Eftir því sem fyrirtækjaumhverfið og samfélagið allt verður flóknara er mikilvægt að hafa árangursrík verkfæri til að koma á sáttum og stöðugleika – og miðla málum ef og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Aðferðir sáttamiðlunar hafa marg sannað gildi sitt í erfiðum deilumálum og á þessu stutta og hagnýta námskeiði verða kenndar gagnreyndar aðferðir þegar kemur að sáttamiðlun með samningatæki ívafi.

Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði sáttamiðlunar sem er vaxandi aðferðafræði við lausn ágreiningsmála út um allan heim.
Í sáttamiðlun er leitast við að aðilar máls komi með beinum hætti að lausn ágreiningsmála í stað þess að þriðji aðili sé kallaður til og ákveði niðurstöðuna. Sáttamiðlun er m.a. notuð við lausn ágreinings sem upp kemur í daglegu lífi, hvort sem er í viðskiptum eða innan fyrirtækja.
Í námskeiðinu verður einnig stuttlega vikið að lykilþáttum í árangursríkri samningatækni og hvernig hægt er að ná fram enn meiri árangri í samningaviðræðum.
Markmið námskeiðsins
- Að styrkja færni til að miðla málum ef upp koma samskiptavandamál.
- Að efla hæfni sína til að koma að samningaviðræðum
Hvar?
Í beinni á Teams – þú færð sendan tengil á námskeiðið tímanlega áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.
Verð
Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.