Hvað getum við lært af fyrirtækjum í sjálfbærni vegferð? Sjálfbærnivísir
1. október @ 09:00 - 09:45
ATH breyttan fundartíma, áður auglýstur 4. okt.
!PwC var að gefa út Sjálfbærnivísi með áherslu á loftslagsmál en þar er yfirlit um hvernig 50 stærstu fyrirtæki Íslands vinna að loftslagsmálum. Mat á fyrirtækjunum byggir á Klimaindex, norskri fyrirmynd og opinberum upplýsingum, árs- og sjálfbærniskýrslum fyrirtækjanna.
En hvaða gildi hefur það? Á næsta ári munu stór og skráð fyrirtæki þurfa að gera grein fyrir sínum þýðingarmiklu þáttum þegar kemur að loftslagsmálum – en eru þau tilbúin og hvernig ætti að vinna að svona upplýsingagjöf? Á Dokkufundinum fer Hulda yfir helstu niðurstöður og hvaða þýðingu komandi kröfur hafa fyrir fyrirtæki.
Hver verður með okkur?
Hulda Steingrímsdóttir, leiðtogi sjálfbærnimála hjá PwC. Hulda hefur áratuga reynslu af sjálfbærnivinnu fyrirtækja.
Hvar verðum við?
Á vefnum – í Teams