Hvernig getum við notað aðferðir gagnrýnnar hugsunar á hagnýtan hátt?
27. september @ 09:00 - 09:45
Gagnrýnin hugsun er ein sú hæfni sem hvað oftast er nefnd þegar fólk spáir í framtíðina á vinnumarkaðnum – og ástæðan er sú að, alla vega ennþá, hefur ekkert og engin tækni komið í stað gagnrýnnar hugsunnar, sem við sem manneskjur getum tileinkað okkur og er okkar að einhverju leiti eðlislæg.
Á Dokkufundinum verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum:
- Hvernig berum við kennsl á gagnrýna hugsun og hvernig getum við orðið gagnrýninni í hugsun?
- Er gagnrýnin hugsun tæki sem við beitum af og til eða viðhorf sem við tileinkum okkur og flylgir okkur í öllum okkar viðgfangsefnum og samskiptum?
Í fyrirlestrinum er sjónum beint að hagnýtu gildi gagnrýninnar hugsunar og því hvernig gagnrýnin hugsun er eitthvað sem við beitum nú þegar í daglegu lífi, en er jafnframt eitthvað sem við getum þjálfað og dýpkað skilning okkar á.
Markmið fyrirlestursins er að gera grein fyrir helstu einkennum gagnrýninnar hugsunar og leiðum til að tileinka sér hana.
Hver verður með okkur?
Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Elsa hefur komið að ólíkum rannsóknum á gagnrýninni hugsun, eflingu hennar og kennslu.
Hvar verðum við?
Á vefnum – í Teams