fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Hvernig má efla skapandi og lausnamiðaða hugsun starfsfólks og efla þannig nýsköpun, árangur og vellíðan starfsfólks?

26. september @ 09:00 - 09:45

Fyrirtæki eins Disney, Apple, Netflix, Tesla, Airbnb og Amazon hafa öll lagt áherslu á sköpunargleðina og þau gera það til dæmis til þess að leysa vandamál á skapandi máta, uppfylla þarfir viðskiptavina betur, gera þau frábrugðin samkeppnisaðilum og til að ná meiri árangri.

Víða heyrum við að skapandi og lausnamiðuð hugsun er mikilvæg. Í skýrslu Alþjóða efnahagsráðs er talað um að þetta sé einn af mikilvægustu færniþáttunum á vinnumarkaðinum og sá sem mun vaxa hvað hraðast í mikilvægi á næstu árum.

Tilkoma gervigreindar hefur aukið hraða breytinga og líkt og forstjóri gervigreindar hjá Microsoft talar um þá er skapandi hugsun einn af þeim mannlegu þáttum sem við ættum að einbeita okkur að og efla.

Hver verður með okkur?

Birna Dröfn Birgisdóttir, Creativity Specialist and Co-Founder of the brainstorming tool Bulby

Hvar verðum við?

Á vefnum – í Teams

Upplýsingar

Dagsetn:
26. september
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.