Á þessum Dokkufundi munt þú:
Fá nasaþefinn af því hvernig þú getur hannað líf þitt í vinnunni
Læra aðferðir sem þú getur nýtt þér samdægurs til að hafa það skemmtilegra í vinnunni
Ragnhildur Vigfúsdóttir, Certified Desiging Your Live Coach og PCC vottaður markþjálfi frá International Coaching Federation.
Skilaboð frá Ragnhildi:
“Ég hef verið í nokkrum draumastörfum, en ég hef líka verið í vinnu þar sem tíminn var mjög lengi að líða. Sem markþjálfi vinn ég oft með fólki sem leiðist í vinnunni. Sumir vilja blása í glæðurnar, aðrir vilja brenna brúna jafnvel þó það sé ekki önnur vinna í augsýn – og nokkrir ákveða að þrauka og þreyja þangað til þeir fara á eftirlaun. Það finnst mér satt að segja versti kosturinn – bæði fyrir einstaklinginn og fyrirtækið. Vinnan getur nefnilega verið mesti gleðigjafinn og því mikið í húfi að endurheimta gleðina. Rannsóknir sýna að starfsánægja tengist afköstum og því er mikið í húfi fyrir fyrirtæki”.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.