Fræðsla um svefn og áhrif skerðingar svefns á heilsu, líðan og öryggi í starfi, hófst sem átak fyrir starfsmenn, stjórnendur og vaktasmiði á Landspítala 2019 og er rafræn fræðsla í fræðslukerfi spítalans í dag fyrir þessa hópa.
Markmið fræðslunnar er að bæta vinnuskipulag og niðurröðun vakta, auka gæði vaktaáætlana og auka vitund starfsmanna á þáttum sem geta dregið úr vinnutengdu álagi og eflt heilsu þeirra og vellíðan.
Á Dokkufundinum fáum við innsýn í góð og aðferðir sem hægt er nota í vaktavinnu og við aðrar aðstæður þar sem svefninn skerðist og getur haft áhrif á daglega störf.
Gagnleg fræðsla fyrir alla sem búa við skertan eða óreglulegan svefn t.d. foreldra með ungabörn, starfsfólk í flugþjónustu, hjúkrunarheimila og bara alla sem þurfa að takast á við óreglulegan svefn og sveiflur í gegnum sólarhringinn.
Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari með MSc í líðheilsuvísindum frá HÍ. Berglind hefur starfað sem starfsmannasjúkraþjálfari á Landspítala frá 2007.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.