Á Dokkufundinum fáum við innsýn í sjálfbærnivegferð Landsbankans, hvernig málaflokkurinn hefur þróast innan bankans, hver eru aðaláhersluatriðin og hvað er framundan með auknu regluverki. Einnig fáum við skyggnast inn í hvernig málaflokknum er stýrt í bankanum og hvers vegna bankar gegna lykilhlutverki við að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem þurfa að nást til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra.
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, forstöðumaður Sjálfbærni hjá Landsbankanum.
Aðalheiður hefur starfað í sjálfbærnimálum frá 2012, fyrstu árin meðfram öðrum störfum og í Landsbankanum frá 2019. Hún er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ, BSc í viðskiptafræði frá HR og sveinspróf í klæðskurði og kjólasaum. Áhugi á sjálfbærnimálum kviknaði fyrir alvöru þegar ég starfaði ennþá í fataiðnaði enda er það einn alversti iðnaðurinn fyrir jörðina.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.