
Aðferðafræði þjónustuhönnunar í stafrænni vegferð borgarinnar
18. mars @ 09:00 - 09:45

Á fundinum fáum við innsýn í hvernig Reykjavíkurborg beitir aðferðafræði þjónustuhönnunar í stafrænni vegferð borgarinnar. Borgin hefur blásið til sóknar til að hraða stafrænum umbreytingum til næstu þriggja ára með græna planinu. Græna planið er metnaðarfullt plan til að draga úr umhverfisáhrifum, skipuleggja græn hverfi og auka framboð stafrænna lausna með notendamiðaðri nálgun. Þannig bregst borgin við aukinni kröfu og þörfum borgarbúa á stafrænum lausnum, auknu aðgengi að gögnum og bættri þjónustu á netinu.
Hver?
Arna Ýr Sævarsdóttir, skrifstofustjóri þjónustuhönnunar hjá Reykjavíkurborg
Hvar?
Í beinni á vefnum – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst. Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.