fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Algengar innbyggðar hugsanaskekkjur og áhrif þeirra á samskipti fólks á vinnustöðum

23. mars @ 09:00 - 09:56

Vegna fjölda áskoranna endurtökum við Dokkufundinn með henni Sóley – upptakaa af fyrri fundinum eyðilagðist, því miður.
Við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Aðeins örfáar þeirra eru meðvitaðar og enn færri eru úthugsaðar. Flestar þeirra hafa samt áhrif á störf okkar og samstarfsfólk með einhverjum hætti. Á fundinum verður veitt innsýn í áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni á vinnustaðarmenningu út frá jafnréttis- og fjölbreytileikasjónarmiðum og þær aðferðir sem hægt er að nota til að draga úr áhrifunum.
Til að fá sem mest út úr fundinum eru þátttakendur hvattir til að taka eitt eða fleiri próf í ómeðvitaðri hlutdrægni á eftirfarandi slóð:

Hver?

Sóley Tómasdóttir er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og eigandi Just Consulting. Sérfræðiþekking Sóleyjar samanstendur af áratuga reynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa á vinnustöðum.

Hvar?

Í beinni á vefnum  – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst. Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.

Upplýsingar

Dagsetn:
23. mars
Tími
09:00 - 09:56
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.