fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Markmiðasetning – einn klassíkur inn í nýja árið

27. janúar @ 09:00 - 09:45

Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem setur sér skýr markmið nær meiri árangri í lífinu á hvaða sviði sem er. 

Þeir sem ná langt á sínu sviði eru sjaldnast komnir þangað fyrir einskæra tilviljun, oftast liggur þrotlaus vinna og mjög skýr markmiðasetning þar að baki. Ef við höfum skýr markmið þá erum við búin að marka okkur stefnu sem við vinnum eftir. Ef við höfum engin markmið er hætt við því að við villumst af leið og vitum ef til vill ekki hvert okkur langar að stefna. Þess vegna er mikilvægt að fylgja ákveðnum skrefum í markmiðasetningu til þess að auka líkur á árangri.

Á Dokkufundinum verður farið yfir mikilvæg skref til þess að hámarka árangur í markmiðasetningu.

Hver verður með okkur?

Erla Björnsdóttir

Erla er sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Erla er framkvæmdastjóri Betri svefns og starfar einnig sem sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og sem nýdoktor á Landspítala.

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
27. janúar
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.