fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Ekki láta gögnin hræða þig

1. október @ 08:30 - 09:30

Vinna með tölur og gögn er löngu orðin nauðsynleg lykilhæfni í atvinnulífinu, en oft er erfitt að vita hvar á að byrja og mörg þeirra verkfæra sem eru í boði eru ekki sérlega aðgengileg. Í þessum fyrirlestri munum við fara yfir það hvað felst í gagnadrifinni ákvarðanatöku og gagnadrifnum rekstri og hvernig hinn „venjulegi skrifstofumaður“ getur með réttri aðferðafræði og einföldum tólum á borð við töflureikna tekist á við verkefni sem upp koma í daglegum rekstri  á eigin spýtur og lært að miðla gögnum með áhrifaríkum hætti.

Hver verður með okkur?

Hjalmar Gislason, founder & CEO hjá GRID – the new face of spreadsheets

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst.

Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.

Upplýsingar

Dagsetn:
1. október
Tími
08:30 - 09:30
Viðburður Category:

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.