Hver er uppskriftin af árangursríkum teymum?
Námskeiðið gæti skilað þér nýrri sýn á hvað þarf til – til þess að teymi skili árangri.
Þú lærir:
Að þekkja hið óáþreifanlega hugtak sálrænt öryggi teyma; skilja af hverju það er grundvöllur árangurs teyma og praktískar leiðir til að byggja það upp.
Námskeiðið er fyrir:
- Þau sem þyrstir í að skilja betur innihaldsefni árangursríkra teyma og hvernig þau virka í praktík
- Þau sem leiða og/eða eru hluti af teymum
- Þau sem dreymir um að finna leiðir til að auka árangur og gleði teyma
- Þau sem eru tilbúin að prófa sig áfram og finna sína uppskrift af árangri
Leiðbeinandi
Kristrún Anna Konráðsdóttir
Kristrún Anna er reyndur verkefnastjóri, MPM & teymisþjálfi CTPC, sem sérhæft hefur sig í mennska hluta verkefna; fólki & teymum. Í dag starfar Kristrún sem teymisþjálfi og þjálfar allskonar teymi í átt að meiri árangri og meiri gleði.
Hvenær?
Ekki á dagskrá eins og er
Af hverju þetta námskeið
Á tímum þar sem umhverfi fyrirtækja og stofnanna einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum verður ríkari þörf fyrir teymi sem eru fær um takast á við flóknar áskoranir og verkefni. Eins mikið og okkur langar til að trúa því, þá verða framúrskarandi teymi mjög sjaldan til að sjálfu sér. Þegar við áttum okkur á byggingarefnum teyma getum við nýtt þau markvisst og gert tilraunir í átt að réttu uppskriftinni sem hentar okkar teymi, fólk, umhverfi & áskorunum.
Um námskeiðið
Hver er uppskriftin að árangursríkum teymum? Rannsóknir sýna okkur að svo kallað sálrænt öryggi gegnir þar lykilhlutverki. Í teymum þar sem sálrænt öryggi er til staðar sjáum við meðal annars:
- Nýsköpun blómstra
- Hraðari árangur
- Aukin gæði
- Aukin vellíðan starfsmanna
Á námskeiðinu mun Kristrún Anna að fjalla um hið óáþreifanlega hugtak sálrænt öryggi teyma; af hverju þetta er grundvöllur árangurs teyma, hvernig við komum auga á það innan teyma og fara yfir praktískar leiðir til að byggja það upp.
Námskeiðið er stutt og hagnýtt og forsendan fyrir því að það skili árangri er að þátttakendur séu tilbúnir að gera tilraunir með sínum teymum að því loknu.
Horft er til þess að námskeiði loknu þá hafi nemendur m.a. öðlast skilning á eftirfarandi þáttum:
- Einkennum teyma þar sem ríkir hátt/lágt sálrænt öryggi
- Afleiðingar sem hátt/lágt sálrænt öryggi hefur á árangur og fólk
- Einfaldar – en ekki auðveldar – leiðir til að vinna með árangur teyma
Markmið námskeiðsins
Þátttakendur skilji hið óáþreifanlega hugtak sálrænt öryggi og hvernig það er forsenda árangurs og gleði í teymum. Að loknu námskeiðinu geti þátttakendur betur áttað sig á stöðu sálræns öryggis í sínum teymum og í kjölfarið gert tilraunir í átt að meiri árangri og meiri gleði.
Hvar?
Í beinni á Teams – þú færð sendan tengil á námskeiðið tímanlega áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.
Verð
Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.