Verkefnastjórnun er ákveðið ferli sem hefst með góðum undirbúningi og skipulagningu. Hvað er það sem einkennir góð verkefni og af hverju ganga sum verkefni betur en önnur? Á Dokkufundinum verður farið yfir nokkra lykilþætti sem þarf að huga að í undirbúningi verkefna og geta skipt sköpun að vel heppnuðu verkefni.
Hugrún hóf störf sem leiðtogi verkefnastjóra hjá Veitum fyrr á árinu. Þar áður starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem deildarstjóri verkefna- og vörustýringar innan Stafrænnar Reykjavíkur. Hugrún situr einnig í stjórn verkefnafélags Íslands og brennur fyrir hverskonar umbótum og hvernig nýta megi tæknina á sjálfbæran og skynsaman hátt.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.