fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Stýring í ólgusjó

24. mars 2020 @ 09:00 - 10:00

Stýring í ólgusjó – Veffundur um mikilvægi tafarlausra aðgerða til að takmarka neikvæð áhrif COVID-19 á rekstur

KPMG og Dokkan taka saman höndum og bjóða til veffundar þriðjudaginn 24. mars frá kl. 9:00-10:00.

Óvæntar utanaðkomandi aðstæður geta leitt til mikillar óvissu. Þá er mikilvægt að ná tökum á stöðunni og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að marka stefnu í gegnum áskoranirnar fram undan.

Þegar tekjur dragast skyndilega saman, fjárstreymi þornar upp og erfitt er að gera áreiðanlegar áætlanir er mikilvægt að ná tökum á stöðunni fljótt. Þá þarf að gera viðeigandi ráðstafanir og eiga skipulögð samskipti við alla sem hafa hagsmuna að gæta í því að reksturinn verði varinn.

Á fundinum fjalla ráðgjafar KPMG um hagnýt atriði er varða stýringu á rekstri í ólgusjó. Áhersla verður lögð á þætti er snúa að lausafé, sjóðstreymi, kostnaði og mikilvægum þáttum í ferlinu við að ná árangri.

Skráðu þig á hefðbundinn hátt á fundinn og þú færð svo sendan tengill til að horfa á fundinn

Upplýsingar

Dagsetn:
24. mars 2020
Tími
09:00 - 10:00
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Dokkan ehf.