Á Dokkufundinum verður farið yfir sögu Creditinfo í sjálfbærnimálum.
Á praktískum nótum fer Reynir yfir ferlið frá því að félagið hafði ekki stefnu í málaflokknum yfir í að vera hátt metin af greiningaraðilum og hafa sérstakt vöruframboð á mörgum mörkuðum tengt sjálfbærni. Hvaða áskorunum og vörðum mætti Reynir og teymi Creditinfo á þessari vegferð og hvernig er framtíðarsýn félagsins á þeim fjölmörgu mörkuðum sem félagið starfar á.
Reynir Smári Atlason – Forstöðumaður sjálfbærnimála Creditinfo Group
Reynir Smári leiðir vöruþróun, upplýsingagjöf og stefnumótun sjálfbærnimála bæði hérlendis og á öðrum mörkuðum Creditinfo. Reynir starfaði sem Lektor við verkfræðideild háskólans í Suður-Danmörku (SDU) áður en hann var ráðinn sérfræðingur hjá Landsbankanum í sjálfbærni. Reynir var einnig einn af stofnendum Circular Solutions. Hann er með Ph.D. og MSc. í umhverfis- og auðlindafræði frá HÍ. Reynir sat um þriggja ára skeið í stjórn IcelandSIF og situr nú í stjórn Festu – miðstöðvar um sjálfbærni.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.