fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Leitin að peningunum: Af hverju tekst sumum alltaf að finna peninga meðan aðrir eru alltaf blankir?

20. maí @ 09:00 - 09:45

Leitin að peningunum er ferðalag þar sem markmiðið er að finna svarið við spurningunni „Af hverju tekst sumum alltaf að finna peninga meðan aðrir eru alltaf blankir?

Við sem samfélag tölum nú orðið af sífellt minni feimni um nánast allt annað. Sjálfsvíg, barnaníð, geðsjúkdóma, pólitík, kynlíf, sálfræðinginn okkar og allt þar á milli, enda allt eitthvað sem er mikilvægt að koma ekki fram við sem leyndarmál.

En alltaf þegar við tölum um peninga er það í samhengi fyrirtækja eða ríkisfjármála og milljarðamæringa og nánast aldrei út frá bæjardyrum venjulegs fólks með venjulegar tekjur og tilfinningar, sem lifir venjulegu lífi og þarf venjulegar leiðir til að ná venjulegum fjárhagslegum markmiðum.

Í hlaðvarpsþættinum „Leitinni að peningunum“ gerum við nákvæmlega það. Hjálpum venjulegu fólki að öðlast betri skilning á fjármálum, hjálpa fólki í áttina að fjárhagslegu sjálfstæði, efla getu til að takast á við fjárhagsleg áföll og líka getu til að grípa þau tækifæri sem felast í auknu, fjárhagslegu sjálfstæði. Og opna umræðuna um fjármál einstaklinga.

Þess vegna leitumst við við því að spyrja réttra spurninga og fá réttu svörin um peninga frá rétta fólkinu. Spurningarnar og svörin ættu að gagnast bæði byrjendum og lengra komnum í fjármálum.Leitin að peningunum er hlaðvarp sem framleitt er af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu og var hleypt af stokkunum til að stuðla að auknu fjármálalæsi, sérstaklega meðal ungs fólks og fólks sem er að taka sín fyrstu skref í fjármálum.
Þættirnir hófu göngu sína í október í fyrra og hafa notið mikilla vinsælda og eru iðulega meðal mest sóttu þátta á helstu hlaðvarpsveitum. Umsjónarmaður þáttanna er Gunnar Dofri Ólafsson.

Á Dokkufundinum ætlum við að þiggja nokkur góð ráð og fá innsýn í þá aðferðafræði sem verkefnið „Leitin að peningunum!“ byggir á.

Hver?

Gunnar Dorfi í samstarfi við Umboðsmann skuldara.

Hvar?

Á vefnum

Upplýsingar

Dagsetn:
20. maí
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.