Hvert stefnum við í leiðtogafræðunum í dag? Hvað geta stjórnendur gert til að tryggja vellíðan starfsfólksins og hlúð þannig að trausti og helgun í starfi sem sem er undirstaða alls árangurs og framleiðni?
Ingibjörg er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún starfaði áður sem stjórnandi hjá VIRK og lagði grunn að forvarnarstarfi VIRK. Þar með talið velvirki.is og vitundarvakningum á borð við “Það má ekkert lengur” og “Er brjálað að gera?”
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.