fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Framtíð ráðninga – hvernig getum við aukið styrk sálfræðilega samningsins?

21. mars @ 09:00

Á Dokkufundinum veltir Helga Jóhanna upp spurningunni hvernig auka megi styrk sálfræðilega samningsins strax í upphafi ráðningaferlisins og spara þannig kostnað, tíma og fyrirhöfn auk þess að auka gæði ráðninga.
Á meðal þess sem skoðað verður er hversu mikið vægi einstaklingshlið sálfræðilega samningsins fær á fyrstu stigum í ráðningaferlinu, hvernig nýta megi tæknina til að styrkja sálfræðilega samninginn og sjálfvirknivæða tímafreka verkþætti.
Eins verður litið til hvernig ráðningarferlar geti betur stutt við jafnréttis- og inngildingaráherslur vinnustaða og aukið árangur.

Hver verður með okkur?

Helga Jóhanna Oddsdóttir, stofnandi og eigandi Opus Futura

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
21. mars
Time:
09:00
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.