Óljósar, mótsagnakenndar og of lágstemmdar væntingar draga úr árangri starfsfólks. Fyrsta skrefið að árangri er að setja fram væntingar sem hvetja fólk áfram og tryggja um leið gæði vinnunnar og árangur vinnustaðarins. Farið er yfir hvað væntingar eru, ávinning af skýrum væntingum og leiðir til að skilgreina væntingar með starfsfólki Hverjir verða með okkur? Arna […]
Fjallað verður um ýmsar hliðar á slaufun og svokallaðri slaufunarmenningu. Á ýmsum tímum sögunnar og í ýmiss konar samhengi hefur fólk misst mannorðið, tapað ærunni. Er það sem hefur verið kallað slaufun á undanförnum árum annars eðlis en „hefbundnari“ ærumissir? Ríkir um þessar mundir slaufunarmenning með aukinni hættu á útskúfun úr samfélaginu eða hefur það […]
Á Dokkufundinum verður fjallað um samband þrautseigju, vellíðunar og árangurs. Skoðaðar verða sérstaklega skilgreiningar á þrautseigju, sem er talinn lykilinn að framúrskarandi árangri á fjölmörgum sviðum. Í þessu samhengi verður einnig farið yfir einurð og ástríðu – tveir lykilþættir sem eru taldir útskýra kjarnann í þrautseigju og hvernig hægt er að efla þrautseigju hjá einstaklingum […]
Stjórnendur eru í meira mæli farnir að gera sér grein fyrir því að andleg og líkamleg vellíðan á vinnustað skiptir máli og hefur áhrif á frammistöðu starfsfólksins og árangur skipulagsheilda. Í þessu erindi verða skoðaðir hvaða þættir það eru í vinnuumhverfinu sem hafa mest áhrif á vinnutengda líðan starfsfólksins, bæði andlega og líkamlega vellíðan og […]
Á Dokkufundinum verður farið yfir þætti sem snúa að næringu og heilsueflandi lífsstíl, þætti sem við getum öll tileiknað okkur með lítilli fyrirhöfn og öðlast þannig enn betri heilsu og látið okkur líða enn betur. Áhersla er lögð á heildræna nálgun á heilsu og heilsueflingu að hætti Ásdísar grasalæknis. Hver verður með okkur? Ásdís Ragna […]
Við fáum að kynnast nýrri nálgun á forystu og stjórnun sem snýst um hugarfarslega og hjartaopnandi endurhugsun á hvernig við rekum skipulagsheildir/fyrirtæki og stofnanir. Undirstaðan er Iðnaðarverkfræði, rannsóknir á því hvað raunverulega virkar og jógafræði og þetta soðið saman í uppskrift sem kemur skemmtilega á óvart! Hverjir verða með okkur? Agnes Hólm, sem sennilega er […]