Forvarnasvið VIRK, en sviðið veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum þjónustu á sviði forvarna sem hafa það að markmiði að auka vinnugetu einstaklinga og þátttöku þeirra á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á að efla bæði starfsmenn og stjórnendur til sjálfshjálpar.
Forvarnarþjónusta fyrir einstaklinga er veitt samhliða vinnumarkaðsþátttöku einstaklingana og miðar að því að koma í veg fyrir að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Forvarnir geta haft mikil áhrif þegar kemur að því að sporna gegn brotthvarfi af vinnumarkaði. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á margþætt mikilvægi forvarna þegar kemur að vinnutengdri streitu.
Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK
Guðrún Rakel lauk BS námi í sálfræði við HÍ og klínísku meistaranámi í sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla, með áherslu á taugasálfræði. Hún störf hjá VIRK árið 2018 og stundar nú doktorsnám við Háskólann í Reykjavík.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.