Hvað þarf til að stjórnandi geti leitt af öryggi, verið hvetjandi við starfsfólk sitt og skapað árangursríka vinnumenningu?
Sterk forysta snýst ekki um vald heldur um skýra sýn, hugrekki og getu til að styrkja teymið sitt. Á Dokkufundinum munum við skoða hvernig stjórnendur geta byggt upp traust, skapað sálfræðilegt öryggi og notað teymisþjálfun til að efla starfsfólk. Þegar stjórnun byggir á skýrleika og stuðningi verður vinnustaðurinn ekki aðeins árangursríkari, heldur einnig betri fyrir alla.
Berglind Björk Hreinsdóttir er stjórnendaráðgjafi með yfir 20 ára reynslu í mannauðsstjórnun. Hún sérhæfir sig í áfallastjórnun, sáttamiðlun og vinnustaðagreiningum og styður stjórnendur við að byggja upp sterka vinnustaðamenningu og auka starfsánægju.
Harpa Þrastardóttir er stjórnendaráðgjafi með reynslu af mannauðs- og fræðslumálum ásamt gæða-, umhverfis- og heilsu- og öryggisstjórnun. Hún með MSc gráður í iðnaðarverkfræði og ICF markþjálfi. Harpa hefur stýrt fjölbreyttum teymum bæði á almennum og opinberum markaði.
Á vefnum – í Teams