Nýliðaferli sem skilar árangri
- Viltu styrkja og efla nýliðaferli þíns vinnustaðar?
- Viltu tryggja nýju starfsfólki farsælt upphaf?
Hagnýt þekking og lausnir fyrir farsæla móttöku nýs starfsfólks.
Þú lærir:
- Hvaða þættir rannsóknir greina að skilgreini árangursrík nýliðaferli.
- Hvaða hagnýtar leiðir þinn vinnustaður getur innleitt í sitt nýliðaferli til að tryggja góða móttöku og árangursríkt nýliðferli.
Námskeiðið er fyrir:
- Leiðtoga, stjórnendur, mannauðsfólk og alla þá sem vilja dýpka þekkingu sína og skilining á þeim þáttum sem rannsóknir greina að liggi til grundvallar árangursríku nýliðaferli.
- Innleiða leiðir og aðferðir sem tryggja nýju starfsfólki farsæla vegferð inn á vinnustaðinn.
Leiðbeinandi
Íris Björg Birgisdóttir
Hvenær?
13. febrúar 2024, kl. 9.00 – 12.00
Hvar?
Suðurlandsbraut 30, 104 Reykjavík
Af hverju þetta námskeið
Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind hvers vinnustaðar. Því er mikilvægt að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Vel skipulagt og skilgreint nýliðaferli er lykilþáttur að velgengni vinnustaða. Þeir vinnustaðir sem standa vel að móttöku, þjálfun og aðlögun nýs starfsfólks standa betur að vígi en aðrir vinnustaðir en þar má greina lægri starfsmannveltu, meiri framleiðni og aukna helgun.
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður veitt innsýn inn í rannsóknir er snúa að nýliðaferlinu. Slík fræðsla er nauðsynleg til að bæta, efla og auka skilning á mikilvægi árangursríks nýliðaferlis. Þá verður farið yfir hvaða þættir liggja til grundvallar árangursríks nýliðaferlis en einnig hvaða aðgerða vinnustaðir geta tileinkað sér og innleitt inn í sitt nýliðaferlið til að tryggja góða móttöku, vellíðan og afköst nýs starfsfólks.
Námskeiðið mun samanstanda af bæði fræðsluinnleggi en einnig verkefnavinnu sem gerir þátttakendur betur í stakk búin til að móta nýliðaferli síns vinnustaðar með árangursríkum hætti.
Markmið námskeiðsins
- Að dýpka þekkingu og skilning á þeim þáttum sem mikilvægir eru til að tryggja árangursríkt nýliðaferli.
- Að miðla hagnýtum lausnum sem þátttakendur geta nýtt strax.
Hvar?
Í beinni á Teams – þú færð sendan tengil á námskeiðið tímanlega áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.
Verð
Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.