fbpx

Að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu

Hvernig má ná árangri með vellíðan starfsfólks að leiðarljósi?

Þú lærir:

 • Að sjá hvaða þættir í starfsumhverfinu skapa vellíðan og árangur.
 • Að fyrirbyggja kulnun.
 • Að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu.
 • Að hámarka árangur þíns teymis.

Námskeiðið er fyrir:

 • Stjórnendur sem er umhugað um líðan starfsfólks.
 • Leiðtoga og aðra sem vilja stíga upp til ábyrgðar og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu.
 • Alla sem vilja með góðu skipulagi, samskiptum og heilbrigðri vinnustaðamenningu skapa umhverfi þar sem teymið/skipulagsheildin nær hámarks árangri.

Leiðbeinandi

Hafdís Huld Björnsdóttir

Hafdís Huld brennur fyrir því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Hún hefur marga ölduna sopið þegar kemur að vinnustaðamenningu, samvinnu og samskipta fólks. Hafdís er framkvæmdastjóri RATA, stuðningsfyrirtækis sem hefur þann tilgang að efla einstaklinga, teymi og skipulagsheildir í átt að eigin árangri. Hafdís er menntaður MPM verkefnastjóri og viðskiptafræðingur.

Sérsvið Hafdísar er heilbrigð vinnustaðamenning, straumlínustjórnun, verkefnastjórnun og skipulag, teymisvinna, vinnustofur, samskipti, vellíðan starfsfólks. Hafdís er ávallt með það markmið að tvinna saman fólk og ferla með umhyggju og gleði að leiðarljósi.

 

Hvenær?

 

Tími ákveðin síðar

Á vefnum – í  Teams

Af hverju þetta námskeið

Á tímum hraða, óvissu og stöðugra breytinga hefur vellíðan starfsfólks sjaldan skipt eins miklu máli í rekstri fyrirtækja og nú. Hvernig getum við stuðlað að vellíðan starfsmanna á sama tíma og við yfirstígum áskoranir, hindranir og hámörkum árangur?

Ein af grunnstoðunum að vellíðan og árangri í starfi er að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað er heilbrigt starfsumhverfi, af hverju skiptir það máli, hvar liggur ábyrgðin og hvernig getum við skapað heilbrigða vinnustaðamenningu?

Um námskeiðið

Helstu námsþættir:

 • Hvað: Að vita hvaða þættir hafa áhrif á heilbrigða vinnustaðamenningu, hvernig má fyrirbyggja kulnun hjá starfsfólk og hvernig á að mynda öflug og árangursrík teymi.
 • Ávinningur: Aukin leiðtogafærni, skilningur og geta til þess að takast á við áskoranir í rekstri.
 • Forvarnir: Með því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu getum við fyrirbyggt kulnun og vanlíðan hjá starfsfólki.
 • Innsýn: Skilja og vita hvað nýjustu rannsóknir eru að gefa til kynna
 • Verkfæri: Leiðarvísir með praktískum skrefum í átt að heilbrigðari vinnustaðamenningu ásamt leiðbeinandi verkefnum sem þú getur nýtt með þínu teymi.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að geta svarað eftirfarandi spurningum:

 • Hvað er heilbrigð vinnustaðamenning?
 • Af hverju skiptir heilbrigð vinnustaðamenning máli?
 • Hvar liggur ábyrgðin á því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu?
 • Hvernig getum við saman skapað heilbrigða vinnustaðamenningu?

Markmið námskeiðsins

 • Að þátttakendur öðlist dýpri skilning á því hvað skapar heilbrigða vinnustaðamenningu.
 • Að þátttakendur hafi þekkingu til að leiða sína skipulagsheild í átt að heilbrigðari vinnustaðamenningu.

Verð

Almennt verð er kr. 35.100 EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 28.000 – OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 25.300 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtæka og kr. 31.600 til annarra.

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á námskeiðið daginn áður en það hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á námskeiðið í síðasta lagi einni klukkustund áður en það hefst.