- This event has passed.
Vorið – heilsa, næring og vellíðan, heilsupepp inn í sumarið
17. apríl @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum verður farið yfir þætti sem snúa að næringu og heilsueflandi lífsstíl, þætti sem við getum öll tileiknað okkur með lítilli fyrirhöfn og öðlast þannig enn betri heilsu og látið okkur líða enn betur. Áhersla er lögð á heildræna nálgun á heilsu og heilsueflingu að hætti Ásdísar grasalæknis.
Hver verður með okkur?
Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir og sérfræðingur hjá Greenfit. Ásdís Ragna er með BSc í grasalækningum frá University of East London og MPH í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.