Kauphegðun og væntingar viðskiptavina hafa gjörbreyst í þeim stafræna heimi sem við lifum í og samkeppnin stóraukist. Fyrirtækjum gengur misvel að aðlagast þessum breytingum. Omni channel stefnumótun með viðskiptavininn í forgrunni getur hjálpað fyrirtækjum að umbreytast í takt við væntingar viðskiptavina, auka tryggð og lantímaárangur fyrirtækisins.
Á Dokkufundinum fáum við innsýn inn í lykilskref við mótun slíkrar stefnu.
Edda er eigandi og ráðgjafi hjá beOmni sem sérhæfir sig í retail ráðgjöf. Hún hefur stundað doktorsrannsóknir á árangursríkri umbreytingu fyrirtækja með mótun og innleiðingu á svokallaðri Omni channel stefnu við Leeds University Business Scholl í Bretlandi. Edda hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um Omni channel, bæði hérlendis og erlendis.
Í beinni á Teams – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.