Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Ferlagreining og gerð verklagsreglna

19. maí @ 09:00 - 12:00

Af hverju þetta námskeið?

Öll fyrirtæki byggja á þekkingu um hvernig best er að reka viðkomandi fyrirtæki og það er sú þekking sem gerir fyrirtæki verðmæt, sem sagt, uppskriftin að vörunni, þjónustunni og innviðunum. Við þekkjum öll sérleyfi (franchise) í veitingahúsa-, hótel-, endurskoðunar- og ráðgjafageiranum, en þau byggja á handbók sem er uppskriftin að því hvernig best er að reka fyrirtækið. Á þessu námskeiði er farið yfir leiðir til að greina ferla og verklag og setja það fram í handbók fyrirtækisins, þannig að starfsmenn skilji og séu fljótir að tileinka sér það. Þekking á ferlagreiningu er hjálplega í flestum störfum og ef ekki í vinnunni, þá heima fyrir.

Um námskeiðið

Námskeiðið er stutt og hagnýtt þar sem farið verður í gegnum eftirfarandi þætti:

  • Ferilhugsun og hvað ferill er
  • Notkun Cross Functional flæðirita
  • Hvernig skilgreina á inntak, úttak og ábyrgð í flæðiriti
  • Hvernig verklag er greint og sett upp í feril
  • Gerð verklagsreglna og vinnulýsinga, form og tilvísanir í kröfur

Námskeiðið fer fram með fyrirlestri, myndskeiði, umræðum og verkefni.
Þátttakendur þurfa ekki að nota fartölvu á námskeiðinu.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er miðað að þörfum þeirra sem vinna að ferlagreiningu og gerð verklagsreglna og vinnulýsinga (SOP). Námskeiðið byggir á viðurkenndri aðferðafræði og er óháð kerfisnotkun.

Markmið námskeiðsins

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri leiðir til þess að greina ferla og rita
Um námskeiðiðleiðbeiningar um verklag sem er skýrt og aðgengilegt fyrir þann hóp starfsmanna sem á að tileinka sér það.

Leiðbeinandi

Kristín Björnsdóttir, rekstrarhagfræðingur og sérfræðingur hjá Origo, er með áratuga reynslu af gæðastjórnunar og innleiðingu hennar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Þá hefur hún yfir 30 ára reynslu af kennslu hjá háskólastofnunum, Íslandsstofu og öðrum námskeiðahöldurum.

Staður og stund

14. maí 2020 – kl. 9.00 til 12.00
Hótel Reykjavík Natura við Flugvallarveg.
Morgunverður að hætti Natura frá. kl. 8.40

Verð

  • Almennt verð er kr. 39.000.
  • Fyrir aðildarfyrirtæki Dokkunnar kr. 32.100 – ef tveir eða fleiri frá sama aðildarfyrirtæki þá er verðið kr. 28.100.
  • Ef tveir eða fleiri frá fyrirtæki sem ekki er í Dokkunni þá kr. 35.100.

Upplýsingar

Dagsetn:
19. maí
Tími
09:00 - 12:00
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Dokkan ehf.

Staðsetning

Hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Tribe Loading Animation Image