fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Raunvitund – bölsýni, óskhyggja eða staðreyndir um lífið í heiminum?

3. febrúar 2021 @ 13:00 - 14:00

Þegar við erum spurð einfaldra spurninga um hvernig ýmsum málum heimsins er háttað; af hverju fjölgar fólki, hversu hátt hlutfall kvenna í fátækustu löndum heims fær einhverja menntun, hve mörg okkar lifa í fátækt – svörum við rangt á kerfisbundinn hátt.

Svörin eru meira að segja svo röng að simpansar sem velja svörin af handahófi svara fleiri spurningum rétt en rannsóknarblaðamenn, fjárfestar og þeir sem eru tilnefndir til Nóbelsverðlauna. Vandamálið er að við erum blinduð af úreltum upplýsingum og jafnvel ágiskanir okkar eru litaðar af ómeðvituðum en fyrirsjáanlegum fordómum.

En hvað þá – hvað er rétt?

Í bók sinni Raunvitund rekur Hans Rosling ástæður þessa á róttækan hátt og flettir ofan af tíu hvötum sem afmynda sjónarhorn okkar – allt frá hvernig við skiptum heiminum í tvennt (við og þau), hvernig við lesum úr upplýsingum fjölmiðla (þar sem óttinn ræður för) til þess hvernig við skynjum framfarir (trúum að flestir hlutir fari versnandi).

Í ljós kemur að ástand heimsins, þrátt fyrir alla vankanta, er mun betra en við höldum og á marga mælikvarða að batna. En þegar við höfum stöðugt áhyggjur af öllu í stað þess að vera opin fyrir og taka tillit til staðreynda missum við sjónar á því sem ógnar okkur mest.

Á Dokkufundinum fáum við að vita miera um þatta.

Hver?

Gunnar Dorfi Ólafsson, þýðandi bókarinnar Raunvitund – Gunnar er einnig sérfræðingur í samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu bs.

Hvar?

Í beinni á vefnum  – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst. Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.

 

Details

Date:
3. febrúar 2021
Time:
13:00 - 14:00
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.