fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Upplýsingatækni – að láta öll brotin koma saman og mynda eina heild

10. febrúar @ 09:00 - 09:45

Upplýsingatækni umlykur allt okkar líf, bæði í vinnu og einkalífi. Mikið er fjallað um stafræna þróun þar sem áhersla er fyrst og fremst á viðskiptavinina, að þekkja þá og færa þeim virðisaukandi stafræna þjónustu. En til þess að það sé hægt er í mörg horn að líta það eru mörg brot sem þurfa að koma saman til að allt gangi upp. Það þarf nefnilega líka að halda ljósunum kveiktum og jafnvægi verður að vera á milli reksturs, þjónustu og þróunar í UT. Og allt þarf að gera með sem hagkvæmum hætti. Í erindinu mun Birna Íris fara vítt og breytt yfir UT sviðið og fjalla um nokkur af þeim brotum sem þarf að huga að í stjórnun á UT.

Hver?

Birna Íris Jónsdóttir, sérfræðingur og ráðgjafi hjá Fractal UT ráðgjöf

Birna er reynslumikill leiðtogi í upplýsingatækni með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá HÍ og MBA frá HR. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á stjórnun upplýsingatæknimála, allt frá þjónustuborði og rekstri til hugbúnaðarþróunar og gagnavinnslu, hjá Sjóvá og Högum með góðum árangri. Þar áður var hún deildarstjóri UT útlána hjá Landsbankanum. Gildi Birnu Írisar eru heilindi, fagmennska og eldmóður og hefur hún þessi gildi að leiðarljósi í lífi og starfi. Birna trúir því að með vel útfærðri stjórnun í UT sé hægt að bæta rekstur fyrirtækja og stofnana, styrkja stoðir og þróast hraðar í hinum stafræna frumskógi og leggur áherslu á virðisaukandi og praktíska vinnu sem hluta af heldarárangri fyrirtækisins.

Hvar?

Í beinni á vefnum  – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst. Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.

Upplýsingar

Dagsetn:
10. febrúar
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.