- This event has passed.
Hvað kostar þetta í heilsu og gæðastundum?
5. október 2023 @ 09:00 - 09:45
Er það virkilega að verða normið í dag að vera foreldri nokkurra barna, að vera í fullu námi með vinnu, eiga súper aktívan vinahóp sem klífur fjöll og er alltaf í stuði – og þarna höfum ekki nefnt líkamsræktina og ultamaraþonin?
Svo erum við steinhissa á allri þessari kulnun, þreytu og streitu – þegar við reynum að þrauka daginn, vikuna, mánuðinn og árið.
En getur verið að kulnunin sé kannski skilaboð um að eitthvað í lífisstílnum sé ekki að virka?
- Fyrir hvern og af hverju er fólk að gera þetta allt?
- Hvað kostar þetta í heilsu og gæðastundum?
- Dugnaður…. fyrir hvern og hvað?
- Hvenær er nóg nóg?
- Hvenær segir líkami og sál stopp?
Hver verður með okkur?
Anna Claessen – alþjóðlega vottaður markþjálfi (ACC), einkaþjálfari og skemmtikraftur
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.