Tölvu- og netárásir á einstaklinga og fyrirtæki eru því miður komnar til að vera og vaxa um tugi prósenta árlega. Yfir 90% netsvika ganga út á það að fólk „bíti á agnið”. Þess vegna er árvekni og hegðun fólks orðin ein stærsta öryggishola fyrirtækja og heimila.
Hugvekjan fjallar ekki um tækni heldur er henni ætlað að vekja okkur til umhugsunar um okkar eigin ábyrgð í umgengni við gögn sem við vinnum með og sem tilheyra okkar sjálfum eins og t.d. ljósmyndir / minningar sem við viljum ekki missa.
Guðmundur Stefán Björnsson, sérfræðingur hjá Sensa
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.