fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands, mótun og innleiðing

29. nóvember @ 09:00 - 09:45

Á Dokkufundinum verður fjallað um stefnu Hagstofunnar um notkun gervigreindar, sem var gefin út í byrjun nóvember. Við fáum innsýn í bakgrunn og tilgang stefnumótunarinnar og stefnumótunarferlið og rakin verða dæmi um þau margvísleg viðfangsefni þar sem gervigreind mun geta nýst í starfi stofnunarinnar. Einnig verður fjallað um vinnu sem hafin er við aðgerðaáætlun á grunni stefnunnar, aðferðafræði röklegs umbótaferlis sem beitt er í verkefninu og hvernig gervigreind er notuð í stefnumótunarferlinu sjálfu.

Hver verður með okkur?

Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og ráðgjafi í hagnýtingu gervigreindar

Þorsteinn hefur BA próf í heimspeki og MBA frá INSEAD. Hann hefur langa reynslu í hugbúnaðargerð, greiningu og áætlanagerð og er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process). Hann stundar einnig kennslu og ráðgjöf í stefnumótun, úrlausn vandamála og hagnýtingu gervigreindar, m.a. hjá Endurmenntun HÍ. Þorsteinn er höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir.”

Hvar verðum við?

Á vefnum – í Teams

Upplýsingar

Dagsetn:
29. nóvember
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.