fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Mýtan um skilvirkni í lífi og starfi!

31. október @ 09:00 - 09:45

Í nútíma samfélagi er skilvirkni talin grundvallarþáttur í því að ná árangri, bæði í starfi og persónulegu lífi. Það er hins vegar oft um misskilning að ræða hvað skilvirkni er. Þetta er eitt af því sem Maríanna Magnúsdóttir og Viktoría Jensdóttir verkfræðingar vilja skoða og kenna í nýju námskeiði sínu “Skilvirki leiðtoginn, umbótahugsun í lífi og starfi”.

Work Smarter not harder

Margir trúa því að langur vinnutími og að geta haldið á mörgum boltum í einu séu nauðsynleg skilyrði fyrir árangri. Þessi hugsun leiðir oft til ofálags, streitu og lægri framleiðni. Hins vegar er nauðsynlegt að fókusera á að vinna skynsamlega, nýta tíma sinn betur og forgangsraða verkefnum. Skilvirkni snýst frekar um að vinna að viðeigandi verkefnum á réttum tíma, fremur en að beita orku í hluti sem skila ekki raunverulegum árangri. Vert er einnig að skoða ósýnilegra þætti sem hafa áhrif á skilvirkni eins og til dæmis samskipti og stjórnun. Oft erum við ekki vön að horfa á þessa þætti og sjá hvaða áhrif þeir hafa á verkefnin sem við erum að vinna. Það er til mikils að vinna að horfa á hlutina heildrænt til að ná raunverulegum árangri.

Það getur reynst fólki krefjandi verkefni að halda jafnvægi milli þess að sinna sjálfsrækt, heimilinu og starfsframanum.

Á Dokkufundinum verður kynntur til leiks Jafnvægisdemanturinn sem er módel umbótahugsunar í lífi og starfi – en með umbótahugsun er hægt að sigrast á krefjandi verkefnum og finna nýjar leiðir til að ná árangri án þess að fórna heilsu og velferð.

Hverjir verða með okkur?

Maríanna Magnúsdóttir

Maríanna hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að vera hamingjusamt í lífi og starfi með því að efla hæfni þess að þekkja sjálfið sitt, styrkleika sína og vera meðvitaðir leiðtogar. Maríanna hefur sérhæft sig í nútíma stjórnun og leiðtogafræðum í tengslum við innleiðingu á stefnu, umbreytingarvegferðir, menningu vinnustaða, samskipti og annarra mannlegra þátta í breytingastjórnun. Maríanna er eigandi Improvement ehf, rekstrarverkfræðingur og markþjálfi. Hún hefur reynslu sem stjórnandi, ráðgjafi, þjálfari og lóðs ásamt því að vera vön að koma fram á ráðstefnum, halda fyrirlestra, vinnustofur og námskeið.

Viktoría Jensdóttir

Viktoría er iðnaðarverkfræðingur og starfar sem forstöðumaður stefnu og verkefna á rekstrarsviði Össurar. Hún hefur alltaf haft mikinn eldmóð fyrir því að læra um þá hluti sem hjálpar henni og fyrirtækjunum sem hún starfar fyrir að verða betri ásamt því að koma þeirri þekkingu áfram í gegnum kennslu. Hún hefur haldið út heimasíðunni www.lean.is þar sem hún er með ýmsan fróðleik fyrir þá sem hafa áhuga um umbótum. Hún á einnig ráðstefnuna Lean Ísland með Lísu Jóhönnu Ævarsdóttur en það er stjórnendaráðstefna sem er haldin árlega og næsta verður haldin 21.mars í Hörpu þar sem þemað er verkfærakista leiðtogans.

Hvar verðum við?

Á vefnum í Teams

Upplýsingar

Dagsetn:
31. október
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.