Á Dokkufundinum verður fjallað um skattaleg álitaefni í tengslum við viðskipti yfir landamæri. Áhersla verður lögð á sölu á þjónustu og verður tvíþætt, annars vegar sala erlendra aðila á Íslandi og hins vegar sala íslenskra aðila úr landi.
Guðrún Björg Bragadóttir, verkefnastjóri hjá KPMG. Guðrún hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2008 og var áður skattstjóri Vestfjarðarumdæmis í 6 ár, einnig starfaði Guðrún hjá dönskum skattyfirvöldum. Sérsvið Guðrúnar Bjargar er skattamál félaga og einstaklinga.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.