- This event has passed.
Skattlagning yfir landamæri, nokkur álitaefni
10. október @ 09:00 - 09:45
Á Dokkufundinum verður fjallað um skattaleg álitaefni í tengslum við viðskipti yfir landamæri. Áhersla verður lögð á sölu á þjónustu og verður tvíþætt, annars vegar sala erlendra aðila á Íslandi og hins vegar sala íslenskra aðila úr landi.
Hver verður með okkur?
Guðrún Björg Bragadóttir, verkefnastjóri hjá KPMG. Guðrún hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2008 og var áður skattstjóri Vestfjarðarumdæmis í 6 ár, einnig starfaði Guðrún hjá dönskum skattyfirvöldum. Sérsvið Guðrúnar Bjargar er skattamál félaga og einstaklinga.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.