Hvert stefnir island.is?
11. október @ 09:00 - 09:45
Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar geta fólk og fyrirtæki fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu. Vefurinn fór í loftið í núverandi mynd haustið 2020 og hlutverk hans er að vera miðlæg þjónustugátt og koma upplýsingum um opinbera þjónustu á einn stað.
- Hvert stefnir island.is, hvað er nýtt á vefnum og hvað er væntanlegt.
- Geta bæði einstaklingar og fyrirtæki notað vefinn?
- Hvaða þjónusta er mest notuð á island.is?
- Er island.is öruggur vefur?
- Munu allar opinberar stofnanir vera með vefsvæði sitt á island.is
- Er hægt að nálgast veðbókarvottorð á island.is?
- Ofl og fl. spuningum verður leitast við að svara
Notendur Dokkunnar geta sent fyrirspurn varðandi island.is á dokkan@dokkan.is og við munum koma þeim áfram til gestana okkar.
Hverjir verða með okkur?
Sigurbjörn Reginn Óskarsson, vörustjóri hjá Stafrænt Ísland.
Hvar verðum við?
Á vefnum – í Teams