Atferlishagfræði skipar stóran sess í allri þróun og í öllum samskiptum við viðskiptavini hjá leiðandi fyrirtækjum á borð við Google, Amazon, Facebook, Unilever og Procter & Gamble. Umrædd fyrirtæki eru sífellt að gera tilraunir með fræðunum til að hjálpa einstaklingum að velja betur eins og forstjóri Amazon, Jeff Bezos orðaði það: ,,Our success at Amazon is a function of how many experiments we do per year, per month, per week, per day.”
Stjórnvöld ríkja sem við viljum bera okkur saman við hafa á síðustu árum innleitt aðferðarfræði atferlishagfræðar við opinbera stefnumótun og lagasetningu. Ríkistjórn Bretlands starfrækir teymi ,,Behavioural Insight Team“ sem hefur það hlutverk að aðstoða ríkið og stofnanir þess við að ná meiri árangri með aðferðarfræði atferlishagfræði og hefur árangurinn vakið heimsathygli. Danmörk, Finnland, Þýskaland, Ástralía og Bandaríkin eru á meðal fleiri ríkja sem hafa lagt mikla áherslu á að atferlishagfræði sé höfð til hliðsjónar við opinbera stefnumótun og lagasetningu.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, reynslubolti á sviði markaðs- og þjónustustjórnunar m.a. sem markaðs- og þjónustumarkaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.