fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fitufordómar á vinnustöðum – einkenni og afleiðingar

27. janúar 2021 @ 09:00 - 09:45

Fitufordómar eru viðvarandi neikvæð viðhorf gagnvart feitu fólki í samfélaginu. Í nútíma samfélagi er feitt fólk jaðarsettur hópur sem verður fyrir kerfisbundinni mismunum á öllum sviðum samfélagsins. Þetta hafa rannsóknir sl. 6 áratuga leitt í ljós.
Þegar kemur að algengi fitufordóma var hún orðin sambærileg við kynþátta- og kynjafordóma árið 2008 í BNA.  Rannsókn sem skoðaði þróun meðvitaðra og ómeðvitaðra fordóma gagnvart kynhneigð, kynþáttum, húðlit, aldri, fötlun og þyngd á tímabilinu 2007-2016 sýndi fram á að neikvæð viðhorf til allra þátta höfðu annaðhvort minnkað eða staðið í stað, nema gagnvart þyngd  – en þar höfðfu neikvæð viðhorf fólks aukist.

Á Dokkufundinum munum við meðal annars skoða hvernig fitufordómar birtast á vinnustöðum og hvaða afleiðingar þeir geta haft – einnig hvaða viðhorf það eru sem draga vagninn þegar fitufordómar eru annars vegar.

Hver?

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.

Details

Date:
27. janúar 2021
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.