Um Dokkuna

Um Dokkuna

Fyrirtækið er stofnað árið 2010 af Mörthu Árnadóttur. 

Eigendaskipti urðu í upphafi árs 2026 og er nýr eigandi Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur stjórnandi og mannauðsstjóri. 

Fyrirtækið hefur byggt upp sterka stöðu á sviði fræðslu fyrir einstaklinga og vinnustaði.  

Hvernig virkar Dokkan?

Einstaklingar og vinnustaðir geta keypt aðild að Dokkunni, til árs í senn.

Innifalið í aðild er aðgangur að öllum Dokkufundum. 

Dokkufundir eru haldnir að meðaltali tvisvar í viku yfir vetrartímann og eru þeir í rauntíma á netinu, s.s. ekki upptaka, en hægt að nálgast upptöku eftir á fyrir þá Dokkufélaga sem misstu af fundinum.

Markmið allra fundanna er að efla hæfni þátttakenda, fyrir vinnumarkað framtíðarinnar og samfélag framtíðarinnar.

Val á efnistökum er fjölbreytt en tekur alltaf mið af ofangreindu markmiði og er þar m.a. horft til þeirra hæfniþátta sem rannsóknir sýna að verði í mestri eftirspurn á næstu 5 árum.

Standi Dokkan fyrir námskeiðum, til að fara dýpra í efni einhverra Dokkufunda, fá Dokkufélagar afslátt af verði þeirra námskeiða.

 

Hlutverk Dokkunnar

Dokkan hefur það hlutverk að styðja við vinnustaði og einstaklinga þegar kemur að endur- og símenntun, að tryggja að vinnustaðir og einstaklingar hafi þá hæfni sem þarf fyrir vinnumarkað framtíðarinnar, sem og til að dafna í framtíðarsamfélagi.

 

Við viljum vera í Dokkunni

4 + 13 =

Hvað kostar að vera í Dokkunni?

Stærð fyrirtækis Verð Kr.
1.001 < Starfsmenn og fleiri 289.900
501 – 1.000 Starfsmenn 226.900
 301 – 500 Starfsmenn  199.900
 201 – 300 Starfsmenn  186.900
 101 – 200 Starfsmenn  160.900
 51 – 100 Starfsmenn  106.900
 26 – 50 Starfsmenn  66.900
 11 – 25 Starfsmenn  53.900
 2 – 10 Starfsmenn  40.900
1 Einstaklingar  21.900