Á Dokkufundinum verður farið yfir fjölbreyttar leiðir til að efla nýsköpun innan fyrirtækja og hvernig hægt er að yfirstíga algengar hindranir. Hér er bæði horft til nýsköpunar í rekstri og þróunar á nýjum vörum og þjónustu. Það er kjörið að hefja nýtt ár með því að bæta við verkfærakistuna aðferðum sem stuðla að því að betrumbæta núverandi vörur og þjónustu eða skapa eitthvað algjörlega nýtt. Við skoðum vel valin dæmi úr atvinnulífinu, bæði frá stórum og smáum fyrirtækjum.
Sævar Garðarsson, stofnandi og eigandi Sjöund
Sævar hefur að baki yfir 20 ára reynslu í vöruþróun og vörustjórnun og hefur unnið hjá fyrirtækjum eins og Bosch, Marel, Össur og síðast Controlant sem vörustjóri.
Á vefnum – í Teams