Helsta umræðuefnið verður fyrirtækið Brúnás, leiðandi fyrirtæki á landsvísu í framleiðslu og sölu á innréttingum. Á þessum fyrsta fundi verður sagt frá þeirri umbreytingu sem fyrirtækið gekk í gegnum á sínum tíma og frá þeim jákvæðu áhrifum sem hönnuðir höfðu á vöruþróun fyrirtækisins.