- This event has passed.
Sjálfsvitund stjórnenda og áhrif hennar á tilfinningalíf starfsmanna

Sjálfsvitund stjórnenda er mun mikilvægari en oft hefur verið talið. Flestir telja sig hafa sjálfsvitund en raunin er sú að það hafa hana ekki margir. Stjórnendur sem hafa áhuga á því að efla sjálfsvitund sína hafa hins vegar mikil áhrif til hins betra á tilfinningalíf starfsmanna sem skilar sér í því að þeir vera ánægðari á vinnustað – og
Í fyrirlestrinum verður farið yfir sjálfsvitund og hvers vegna hún er mikilvæg stjórnendum og vinnustöðum – og auðvitað öllum sem vilja auka skilning sinn á sjálfum sér og öðrum.
Hver verður með okkur?
Sólveig Ragnarsdóttir, lögfræðingur og MSc.
Í meistaranámi sínu lagði Sólveig sérstaka áherslu á mannauðs- og stjórnendafræði sem leiddu til skrifa hennar um sjálfsvitund stjórnenda.
Í dag starfar Sólveig sem deildarstjóri á skrifstofu forstjóra hjá Lyfjastofnun.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.
Fundurinn er haldinn í samstarfi Dokkunnar og Verkefnastjórnunarfélags Íslands