fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Þjálfun og starfsþróun hjá Spotify (L&D)

5. nóvember @ 08:30 - 09:15

Á Dokkufundinum ætlar Ingibjörg að segja okkur frá uppbyggingu og framkvæmd nýliðaþjálfunar hjá Spotify og þeirri hugmyndafræði sem hún hafði að leiðarljósi í því verkefni. Ingibjörg telur að góð og öflug nýliðaþjálfun sé hornsteinn þess að byggja og viðhalda góðum kúltúr, nýsköpun og ástríðu starfsmanna til þess að skara framúr. 

Ingibjörg segir þetta nýja nálgun á mjög veigamikil atriði sem snerta nánast öll fyrirtæki í vexti og mun einnig gefa okkur góð ráð svona almennt um L&D.

Hver?

Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, fyrrverandi learning and development specialist hjá Spotify

Ingibjörg starfaði hjá fyrirtækinu um 4 ára skeið eða frá 2014 til 2018 en Ingibjörg starfaði lengst sem aðstoðarmaður framvæmdarstjóra þróunar og hönnunarsviðs. Ingibjörg hefur einnig unnið ótal verkefni sem verkefnastjóri á mannauðssviði og leiddi meðal annars nýliðaþjálfun fyrir R&D á árunum 2016-2018 þegar Spotify óx úr rúmlega 2000 í 4000 starfsmenn, lang flestir innan R&D. Í dag starfar Ingibjörg sem mannauðsstjóri hjá Rafal, einu stærsta rafvertakafyrirtæki á Íslandi ásamt því að vinna náið með dóttirfyrirtækjum félagsins, Verkfræðistofunni Afl og Orku og Lýsir ehf.

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
5. nóvember
Tími
08:30 - 09:15
Viðburður Category:

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.