fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Umbótaleiðtogar Samskipa

3. nóvember @ 08:30 - 09:15

Á Dokkufundinum verður farið stuttlega yfir hvernig Samskip hafa nýtt sér stöðugar umbætur til að ná meiri árangri en aðal áherslan verður á þjálfunarprógram sem verið er að keyra innan fyrirtækisins: „Umbótaleiðtogar Samskipa“.

Hver?

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, sérfræðingur í umbótum í rekstri

Aðalheiður er hugmyndarík og metnaðargjörn keppnismanneskja með ástríðu fyrir nýsköpun, stafrænni þróun og stöðugum umbótum og þá sérstaklega hvernig mismunandi stefnur og stjórnendastílar hafa áhrif á þessa þætti. Aðalheiður María starfar nú sem sérfræðingur í umbótum í rekstri hjá Samskipum en starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá Marel og ferilseigandi hjá Össur. Í störfum sínum hefur hún komið sér upp þeim góða ávana að vera sífellt að greina núverandi stöðu og leita uppi tækifæri til að gera betur en hennar helsti styrkileiki er hæfni hennar til að vekja áhuga annarra á stöðugum umbótum og að deila af reynslu sinni.

Hvar?

Í beinni á Teams  – þú færð sendan tengil á fundinn ca. 30 mín. áður en hann hefst.
Til að fá örugglega sendan tengil er best að skrá sig á fundinn í síðasta lagi einni klukkustund áður en hann hefst.

Upplýsingar

Dagsetn:
3. nóvember
Tími
08:30 - 09:15
Viðburður Category:

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.