fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Tækifæri og takmarkanir gervigreindar í ráðningarferlinu

30. janúar @ 09:00 - 09:45

Hröð þróun og víðtæk beiting gervigreindar og annarra tækni hefur leitt til róttækra breytinga á starfsháttum mannauðsstjórnunar, eins og ráðningarferlum. Tækifærin til að sjálfvirknivæða störf og verkefni með gervigreind eru þess eðlis að ef fyrirtæki tileinka sér ekki slíka tækniþróun geta þau einfaldlega orðið eftir í samkeppni. Hins vegar, eins og með allar tækninýjungar er notkun gervigreindar í ráðningarferlinu ekki án áskorana. Gervigreindin vekur áhyggjur manna af  hugsanlegum skaðlegum áhrifum hennar sem gætu leitt til alvarlegra afleiðinga, ef ekki er rétt staðið að málum.

Fyrirlesturinn er unnin úr lokaverkefni í meistaranámi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu og sjónarmið ráðningaraðila á Íslandi á notkun gervigreindar í ráðningarferli, með það að leiðarljósi að fá betri innsýn í núverandi notkun gervigreindar í ferlinu. Sérstök áhersla var lögð á að greina tækifæri og áskoranir sem taldar eru fylgja gervigreind, að mati ráðningaraðila. Sjónum var einnig beint að hugsanlegri hlutdrægni sem tæknin getur haft í för með sér.

Hver verður með okkur?

Birgitta Rós Skarphéðinsdóttir.

Birgitta útskrifaðist frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í mannauðsstjórnun í Júní 2024. Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur mannauðsmálum, en sérstaklega notkun gervigreindar í starfsháttum mannauðsstjórnunar.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
30. janúar
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.