- This event has passed.
Stöldrum við og horfum til baka og fram á við, með áherslu á vellíðan

Dokkufundurinn er notaleg aðventustund þar sem staldrað verður við og horft bæði til baka og fram á við með áherslu á vellíðan. Við munum skerpa saman á hvernig við viljum þróast í starfi á nýju ári með hjálp Svölutékks og kíkjum fram í tímann með léttri Svöluspá.
Kryddað með innleggi um aðventuna og jólin – höldum „neyslupúkanum“ í skefjum.
Hverjar verða með okkur?
Ingibjörg Loftsdóttir sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, ráðgjafi hjá Svölum
Líney Árnadóttir sérfræðingur í starfsþróun og starfsráðgjöf, ráðgjafi hjá Svölum
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.