Stjórnun forsenda í verkefnum (fer fram á ensku)

ATH. – þessi Dokkufundur er í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands og mun fara fram á ensku
Þetta er sama gamla sagan: Þú er skipaður verkefnastjóri og er falið að vinna að metnaðarfullu, nýstárlegu, vel fjármögnuðu og stefnumótandi verkefni sem mun hafa djúpstæð áhrif á fyrirtæki þitt, viðskiptavini og hugsanlega feril þinn. Þú ert að fara að ræsa verkefnið með teyminu og kynna verkefnisáætlunina sem á að tryggja að verkefnið nái árangri.
Það er bara eitt lítið vandamál: Hvorki þú né nokkur í teyminu þínu hefur hugmynd um hvernig á að ná árangri.
Ég heiti Artūras Kuliešas og hef upplifað þetta oft. Hvernig skipuleggur maður verkefni þegar óvissan er mikil? Ég kynni til leiks „forsendustjórnun“, aðferð sem ég hef notað með góðum árangri í nokkrum verkefnum síðustu tíu árin. Hún hefur reynst árangursrík bæði til að ná árangri og til að eiga samskipti við hagsmunaaðila. Með forsendustjórnun er hægt að byggja upp þroska verkefnisins, spara fjármagn og spyrja réttra spurninga á réttum tíma.
Þátttakendur munu fá verkfæri sem gefa þeim sjálfstraust til að hefja og ljúka metnaðarfullum verkefnum, en á sama tíma tryggja að óvissa dagsins í dag verði ekki vandamál morgundagsins.
Hver verður með okkur?
Artūras Kuliešas (PMP, PgMP, MSP-P) is an experienced project and program manager since 2002, a member of the Board of Lithuanian Project Management Association, lecturer, and trainer specialized in projects, programs, quality, and risk management. Arturas keeps a position of Partnership Associate Professor at Vilnius University Business School. He has been delivering lectures for master’s students at the University of Iceland in project, programme, and portfolio management.
Arturas has been leading multi-million-euro projects and programs for international banking, IT, and energy sectors. The Synchronisation Programme, which he has been leading at Litgrid AB (the Lithuanian electricity transmission system operator), earned Project of the Year award by the Project Management Institute in 2025.
Hæfniþættir
Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist
- hæfniflokki WEF sem kallast Stjórnunarfærni (e. Management skills). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Mannauðsstjórnun
- Auðlindastjórnun og rekstur
- Gæðastjórnun
- hæfniflokki McKinsey sem kallast Vitræn hæfni (e. Cognitive). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Gagnrýnin hugsun
- Skipulag og vinnulag
- Samskipti
- Andlegur sveigjanleiki
Hvar verðum við
Á vefnum – í Teams